Morguntjúttarar halda Hattadag í desember og skarta þá fjölbreyttum og ljósríkum höfuðfötum. Venjan er jafnframt að hafa aðventuboð, svokallað Pálínuboð, en að þessu sinni voru aðstæður í samfélaginu með þeim hætti að ekki var við því komið, og engar voru kökurnar 2021. Það var stór hópur fólks sem tók þátt og var skemmtunin ríkuleg. Meðal annars var skorað á þjálfarann að henda sér útí og lét hann ekki segja sér það tvisvar og hoppaði fullklæddur jólaþjálfari í ylvolgt vatnið við mikinn fögnuð áskorendanna.