Rótarýklúbbur Kópavogs hefur um árabil útnfefnt Eldhuga ársins og árið 2022 féllu þau í skaut Helgu Guðrúnu Gunnarsdóttur íþrótta- og heilsufræðingi. Sá/sú sem hlýtur útnefninguna þykir hafa skarað fram úr á einhverju sviði.
Í ávarpi sem Ásgeir Jóhannesson, félagi í Rkl. Kópavogs og fyrrverandi umdæmisstjori samdi en Guðmundur Jens Þorvarðarson fyrrv. umdæmisstjóri flutti, kom fram að Helga Guðrún er fædd 17. mars 1955 og ólst upp í Ólafsvík.
Frá hausti 2014 hefur Helga Guðrún séð um þjálfun í vatni fyrir eldri aldurshópa í Sundlaug Kópavogs á vegum Kópavogsbæjar. Þeir tímar eru 3x í viku og stendur öllum ókeypis til boða. Einnig er hún með námskeið fyrir þrjá aðra hópa sem hægt er að kaupa sér aðgang að. Kópavogsbær veitti henni Hvatningarverðlaun Kópavogsbæjar árið 2021, en það er í fyrsta skipti sem þau verðlaun eru veitt. Í umsögn segir að hún hafi boðið upp á nýja nálgun í hreyfingu og sé á pari við lýðheilsumarkmið bæjarins.
Helga á tvö börn; Gunnar sjórnmálafræðingur, á fjögur börn og býr í Reykjavík. Berglind sálfræðingur og býr og starfar í Osló; hún á þrjú börn.
„Við sem ólumst upp í Ólafsvík með Helgu Guðrúnu og höfum fylgst að í gegnum lífið berum mikla virðingu fyrir dugnaði og krafti hennar og vitum að hún lætur ekkert stoppa sig“, sagði Ásgeir Jóhannesson í ávarpinu.