Æfingar í vatni eru jafn áhrifaríkar fyrir karla og konur: auka liðleika, styrkja mjaðmir, hné og auka virkni lungna og hjarta. En það er þekkt meðal íþróttafræðinga/þjálfara að það er erfiðara að fá karla til að æfa í blönduðum hópum. Það hefur samt gengið mjög vel og engin vandkvæði fyrir þá að æfa með konunum. Áhersla verður lögð á kröftugar æfingar, m.a. hlaup í vatni í flotvesti í djúpu lauginni. Til að auka þyngd æfinga eru notaðir fótaspaðar og frauðlóð.
Æfingar verða mánudaga og fimmtudaga kl. 18.00-18.45.