Maraþon í vatni

Alþjóðlegur dagur æfinga í vatni
Alþjóðlegur dagur æfinga í vatni

Alþjóðlegur dagur æfinga í vatni, svokallaður "Aquathon Day„ var haldinn laugardaginn 11. nóvember sl.  79 lönd tóku þátt og voru æfingar í 214 sundlaugum víða um heim. Uppákoman felst í því að bjóða uppá 3ja tíma stanslausar fjölbreyttra æfingar. Ísland tók þátt í annað sinn og fór maraþonið fram í Sundlaug Kópavogs, líkt og í fyrra sinn. Fólki bauðst að taka þátt í samfelldum æfingum í tvær klukkustundir frá kl. 9.30-11.30, koma og fara að vild. Markmið þessa viðburðar er að vekja athygli á þeim heilsufarslegu áhrifum sem æfingar í vatni hafa og hafa gaman saman. Mjög vel var tekið í þessa uppákomu og í heildina tóku um 40 manns þátt í Sundlaug Kópavogs. Þátttakendur voru á öllum aldri m.a. ömmur og afar með baranbörnin. Veðurguðirnir létu sitt ekki eftir liggja og lögðu gott til málanna með logni og 5 stiga frosti.