Það er ekki annað hægt en að fagna því að nú sé loks boðið uppá námskeið í þjálfun í vatni fyrir nemendur á meistarastigi í íþrótta- og heilsufræði í Háskóla Íslands.
Nemendurnir komu í vettvangsnám í Sundlaug Kópavogs og var þeim boðið uppá æfingu í djúpa enda laugarinnar.
Alls eru 18 nemendur á námskeiðinu og verður góð viðbót að fá fólk með meistaragráðu til að þjálfa í fólk sem kýs að stunda sína líkamsrækt í vatni en sá hópur fer ört stækkandi.
Þau komu ekki öll ofaní en mættu til að fylgjast með og kynna sér þau áhöld sem notuð eru hjá Ræs til að auka enn frekar á ánægju og fjölbreytni æfinganna. Þau sem tóku virkan þátt í æfingunum kunnu vel að meta áhrifin og fundu á eigin skinni hve áhrifaríkar og öflugar hreyfingar í vatni eru.